Tekið úr trúarbrögðum! Ég ætla hérna að skrifa grein um hvernig Square hefur tekið ýmsa hluti úr trúarbrögðum.

NORRÆN GOÐAFRÆÐI

Hafið þið pælt í því að það er margt sem er tekið úr norrænum goðafræðum í FF leikjum? T.d er summonið Odin (Odin=Óðinn) í flestum FF leikjum, það vita flestir.
Ragnarok (Ragnarok=Ragnarök) kemur oftar en ekki í leikjunum og Mjollnir (Mjollnir=Mjölnir) er líka í nokkrum leikjum.
Fenrir er t.d í FFIX og FFX. Niddhogg (Níðarhöggur) er í FFX.
Beatrix í FFIX minnist á Valhalla (Valhöll) rétt áður en maður fer inn í Memoria.
En eitt sem ég veit ekki hvort margir vita er Nibelheim. Nibelheim=Niflheimur, þar sem þeir sem dóu sóttdauða fóru.

HINDÚISMI

Hér hefur einnig verið tekið ansi mikið. Það augljósasta ætti að vera Shiva, sem er í Hindúisma þekkt sem Sjiiva, GUÐ, já GUÐ ekki gyðja eyðileggingar.
Garuda, fuglaskrímsli sem kemur oft fyrir í FF er að mig minnir fuglaguð eða e-ð.
Ég veit voða lítið um Hindúatrú svo ég get ekki nefnt meira.

BÚDDISMI

Nirvana, eða algleymi, er nafnið á einu vopninu, reyndar Celestial vopni Yunu.
Karma heitir ein árás Tornberry í FFX, en Karma tekur líf af manni sem er mismunandi eftir því hversu marga óvini characterinn hefur drepið.
Í Búddatrú er karma orka sem fylgir manni endurfæðingu eftir endurfæðingu þangað til að maður losar sig við það og kemst til Nirvana.

GYÐINGDÓMUR

Ég et aðeins nefnt eitt dæmi úr Gyðingdóm sem ég et séð í FF, en það er Sephiroth.
Sefirot eru tíu vegir til góðs og eðlilegs lífs minnir mig.

KRISTNI

Ekkert sem ég hef séð er tekið úr kristni í Final Fantasy nema GF-ið Diablos í FFVIII, en það er náttúrulega kölski.