Final Fantasy VII Gagnrýni Final Fantasy VII hefur oft verið kallaður einhver besti leikur allra tíma af leikjaunnendum. Þó hann sé orðinn yfir 6 ára gamall er hann ekki gleymdur, ég ætti að vita það - ég kláraði hann í fyrsta skiptið fyrir örfáum mánuðum! Hvað er það sem gerir hann svona sérstakan? Ég skal reyna að útskýra það í þessari grein.

Eins og alltaf þá nenni ég ekkert að setja þessar ljótu spoiler varnir út um allt þannig ef þið hafið ekki klárað FFVII, lesið þá bara ekki fjandans greinina eða passið ykkur. En byrjum nú á umsögnini.

Maður byrjar í borgini Midgar, Midgar stærsta borg heimsins og er hún að mestu knúin svokallaðaðri Mako orku. Þó svo að þessi Mako orka sé vissulega öflug og byltingarkennd eru ekki allir ánægðir með hana. Það er einn hópur sem vinnur baki brotnu á móti stórfyrirtækinu SHINRA sem framleiðir þessa orku og gerir allt til að stöðva þetta. Nei, það eru ekki vinstri grænir það er hópur góðhjarta hryðjuverkamanna sem kalla sig AVALANCHE. AVALANCHE hafa uppgvötað að SHINRA soga upp lífið úr plánetuninni til að gera MAKO orkuna og mun plánetan deyja ef SHINRA verða ekki stöðvaðir. Þeir ætla sér að sprengja upp vélarnar sem soga upp orkuna og fá til þess hjálp hjá dularfullum bardagakappa sem vann einu sinni fyrir SHINRA, sá maður heitir Cloud og er eins og flestir FF aðdáendur vita aðalpersóna FFVII. Málin verða flóknari og hefst þá ævintýri mikið þar sem þetta merkilega föruneyti ferðast um hinn skemmtilega heim FFVII til að berjast við SHINRA.

Bardagakerfið er snilld, hrein og klár snilld. Það svipar mjög til FFX kerfisins maður getur ráðið hvort það sé active eða wait og stillt það á allskonar hátt í options. Þegar maður ýtir á óvin með örinni ræðst karakterinn sem maður var með stillt á annaðhvort strax á hann eða eftir nokkrar sekúndur, það er ekki of slow og heldur ekki of hratt.

Leikurinn styðst við svokallað Materia system til að láta mann læra nú brögð. Það er hálf grátlegt að Materia kerfið hefur ekki verið notað í öðrum FF leikjum því ég elska það. Maður kaupir Materia í búðum, finnar það í kistum eða fær það eftir að hafa unnið skrímsli og stillir þá á það. Það fer eftir því hve gott sverð og góðann armour maður er með hvað maður getur stillt á mörg í einu. Maður getur haft hvaða tegund af Materia á hvaða karakter sem er. Þetta gefur manni svolítið frelsi til að móta persónur í bardgögum eins og maður vill hafa þær. Maður getur haft þetta allveg eins og maður vill, maður getur jafnvel haft mesta ruminn á vellinum bara eitthvað “healing bitch” sem getur bara gert cure galdra.

Leikurinn er GAMALL og lítur þess vegna hörmulega út miðað við nútíma leiki. Umhverfið er að vísu flott, pre-rendered background bara svona frosið en lýtur mjög vel út miðað við aldur. Full motion myndböndin eru líka glæsileg miðað við aldur og leikurinn lítur ótrúlega vel út inní bardögum. En karakterarnir eru óttalega kassalegir eitthvað í leiknum sjálfum, þið getið brennti mig lifandi fyrir að segja þetta en þeir líta mjög illa út miðað við aðra leiki sem komu út á sama tíma eins og Resident Evil. En grafíkin er ekki það sem skiptir mig mestu máli í svona leik, ég var með Kingdom Hearts heima á sama tíma og þennan og valdi þennan leik fram yfir KH þrátt fyrir muninn!

Tónlistin er einhver sú besta sem maður hefur heyrt í leik. Hún skapar magnaða stemningu frá upphafi til enda og nær síðan hámarki með laginu One-Winged-Angel í endanum. Það er ekki talað inná hann sem er kannski ekki skrýtið því það væri frekar asnalegt að sjá svona illa gerðar persónur tala, það er ekkert sem þær geta gert til að tjá sig líkamlega sýna engar tilfinningar eða neitt.

Það tekur 40 tíma+ að klára þennan leik og heimurinn er stór og fullur af auka dóti til að gera. FFVII er með ótrúlegan fjölda af mini leikjum, það er hægt að stjórna her, fara á snjóbretti, fara í spilakassa sal og allan djöfulinn. FFVII endist í mörg ár og er margt fólk enn að spila hann núna sem keypti hann þegar hann kom fyrst út!

Final Fantasy leikirnir sýna það að tölvuleikir geta verið ein allra besta leiðin til að segja sögur sem nákvæmast. Þeir eru tugum klukkustunda lengri en bíómyndir og maður sér persónurnar og umhverfið ólíkt bókunum. Maður vefst í magnaðann söguþráð FFVII frá upphafi til enda, persónusköpunin er snilld. Það er Cloud sem aðal persónan virkar harður og lokaður á yfirborðinu en margt leynist undir yfirborðinu, Tifa gömul vinkona cloud sem oft er kölluð aðal gella FF leikjanna, hún ber heitar tilfinningar til Cloud, Aeris er góða stelpa FFVII hún og Cloud eru mjög heit hvor fyrir öðru sem gerir Tifu mjög öfundsjúka, síðan eru það Barret sem er svona Michael Clark Duncan týpa stór svertingja rumur sem gargar og blótar mikið, töffarinn Cid sem þráir ekkert heitar en að fara út í geiminn og margir fleiri. Sagan í FFVII er svakaleg. Maður fer aftur í fortíðina og uppgvötar hluti sem manni datt aldrei í hug sögð er saga allra persónanna á djúpann og ógleymanlegan hátt. Sagan er svo mögnuð að margir menn hafa fellt tár á stundum eins og þegar þegar Aeris dó (en náttla ekki harðjaxl eins og ég sko!), maður var búinn að kynnast þessari persónu svo mikið að manni fannst eins og maður þekkti hana og síðan dó hún. Ég geymdi einn stafinn hennar í items sem minjagrip (shit hvað ég er sad). Þó finnst mér að þessu sé öllu flýtt einum of mikið í endanum á leiknum, of mörgum spurningum ósvarað en það er ekkert sem framhald getur ekki lagað og hefur einmitt verið talað um að eitt slíkt sé kannski á leiðinni. Sama hvort það verður af því eða ekki er ég nokkuð viss um að Cloud mun ekki vera klæddur í þröngan topp og með push-up brjóstarhaldara.


Final Fantasy VII er gimsteinn. Einn af þessum leikjum sem eldast ekki, ef þú hefur ekki notið hans ertu óheppinn.

10/10