Sælt veri fólkið!

Hér ætla ég að skrifa grein um Tournament-in í Olympus
Coliseum (Hercules-staðurinn). Tournament-in er einföld;
drepa, drepa, drepa. En á einhvern undarlegan hátt eru þau
skemmtileg. (VARÚÐ! MIKLIR SPOILERAR!)
Það fyrsta heitir Phil Cup og það heitir eftir Phil sem er þjálfari
Hercules, hálfur maður og hálf geit. En hann keppir ekki (og
aldrei). Í því eru 9 bardagar og er það MJÖG auðvelt, það eru
bara Heartless (vondu kallarnir sem elta mann ALLAN leikinn)
sem keppa þar. MJÖG auðvelt.
Það næsta heitir Pegasus Cup og heitir eftir hesti Herculesar
(þessi með vængina) sem sést nú reyndar ALDREI í leiknum!
Weird…! En í Pegasus Cup eru 9 bardagar og er 8 þeirra bara
á móti Heartless en Final bardaginn er á móti
hjálparhellunum í leiknum (góðu kallarnir en keppa samt í
keppninni) með sjálfstraustið; Leon (Squall, heitir Leon í
leiknum, FF8) og Yuffie (FF7). Sá bardagi getur verið erfiður ef
maður er á lágu leveli. En í rauninni er hann frekar auðveldur,
drepa Yuffie fyrst því að hún getur gert Cure-galdur/notað Potion
og Hi-Potion. Þegar Leon öskrar “POWER!!” þá fær hann
stærri Gunblade sem “glow-ar”.
Sá þriðji og næstseinasti er Hercules Cup. Þarf ekki beint að
útskýra eftir hverjum það er :) . 9 bardagar, þar af 7 með
Heartless. í 4th Seed er Cloud (FF7, held ég) og þar þarf
maður að passa sig að hann hitti mann ekki þegar að hann
stynur alltaf og stekkur áfram á fullu. Dodge-roll-aðu allan
bardagann og þegar að hann stekkur upp og setur Trigger í
jörðina þá skaltu Dodge-roll-a frá og þegar að hann er að draga
hann upp þá skaltu byrja að ráðast á hann. Svo skaltu líka
ráðast á hann þegar að hann gerir ekki neitt en vertu tilbúinn að
gera Dodge-roll. Síðan kemur smá Heartless en 1st Seed er
Hercules sjálfur. Þegar að hann er með áruna í kringum sig
(gula draslið, “glowing”) þá skaltu stökkva frá honum en þegar
hann fer að spenna vöðvana þá skaltu taka upp tunnu og kasta
í hann. Þá gerir hann væntanlega eitthvað trikk og um leið og
það er búið þá skaltu gera listir þínar (semsagt ráðast á hann)
en þú þarft að vera tilbúinn að stökkva frá. Gerðu þetta aftur og
aftur þangað til hann verður K.O. Þú þart að passa þig á því
þegar að hann segir “Try this one inside!” því að þá gerir hann
stóran eldhjúp í kringum sig sem meiðir Sora ef hann (þú) er(t)
ekki búin/búinn að flýja!
Í Hades Cup byrjar fjörið…49 bardagar, þar af 43 með
Heartless!! Í 44th Seed er Yuffie (ein). Þú átt að reyna að vera
mjög nálægt henna allan tímann því hún er ekki Short-range
fighter. Ef hún nær að kasta eitt af dótinu sínu í átt að þér áttu 2
möguleika; að stökkva burt (sem mistekst í 75% tilfella) eða
slá það til baka (50/50). Ég vel oftar að slá til baka. Annars
skaltu bara vera nálægt henni og þá vinnurðu eftir smástund.
Í 40th Seed er Behemoth. Einfalt; Stökktu upp á bakið á honum
(stökktu fyrst upp á aðra afturlöppina og síðan á bakið) og farðu
á hausinn og þú skalt ráðast á hornið í miðjunni á hausnum.
Gerðu þetta aftur og aftur og þá vinnurðu!! Þegar að gulu hornin
hans safna orku (verða gul og glóandi) þá skaltu stökkva af
bakinu á honum og beint undir magann á honum; þú sérð hvað
gerist. Þegar að hann beygir sig hins vegar þá skaltu fara eins
langt og þú getur frá honum; short-range áras. Þú vinnur eftir
smástund.
Í 30th Seed kemur Cerberus aftur eftir smáhlé. Einfalt; þú
stekkur upp á bakið á honum og bíður þangað til að hann fer að
bíta á fullu. Þá skaltu fara við hliðina á honum og ráðast á
Hausinn sem er næst þér þegar að hann er nýbúinn að bíta.
Vertu fljótur að stökkva til baka; bara 2 attack í einu. Gerðu þetta
aftur og aftur og þá vinnurðu eftir smástund. Þegar þú ert á
bakinu á honum virka fæst trikkin hans á þig. En þegar að
hann stappar niður fótunum þá detturðu af baki; gerðu þá bara
Glide og svífðu burt. Svo ferðu aftur á bakið á honum. Þegar að
hann býr til dökkfjólubláa kúlu í loftinu þá skaltu fara undir
magann á honum. Ef þú ert á jörðinni og hann gerir eitthvað
Long-range-attack þá skaltu gera Dodge-roll á fullu. Ég enni
ekk að nefna öll Long-range-attack hjá honum, þau eru svo
mörg en sama svarið við þeim öllum; Dodge-roll.
Í 20th Seed eru Cloud og Leon saman; AARRGG!! Soldið
langur bardagi. Fyrst skaltu drepa Clud með áðurnefndum
trikkum. Þegar að hann byrjar að fljúga þá skaltu gera
Dodge-roll. Í rauninni áttu bara að Dodge-rolla allann
bardagann nema þegar þú gerir attack. Leon ertu frekar fljótur
að klára, vertu langt frá honum og þegar að hann gerir ekki neitt
og segir ekki neitt þá skaltu ráðast á hann. Já, btw, þegar
Cloud sveiflar sverðinu sínu þá skaltu reyna að hindra það með
attack; þá færðu Tech 19p og smátíma til að gera listir þínar.
10th Seed; Hades. Hann er ERFIÐUR ef þú gerir ekki eftir þvi
sem þér er sagt :Þ . Í byrjun skaltu ekkert gera, bara bíða og
Dodge-rolla frá honum. Á milli Fire-attack hjá honum skaltu
lemja hann duglega nokkrum sinnum. Þegar hann er rauður
þá gerir hann “his deadliest move” ; Handaeldinn. Hann lengir
hendurnar sínar geðveikt mikið og breytir þeim í eld og snýr sér
í hring. Þegar að hann gerir það þá skaltu Dodge-rolla á fullu að
endanum sem fer lengst frá honum og vera alveg uppvið og
bíða. Þá hittir hann þig ekki. Svo þegar hann er rauður þá er gott
að gera smá Blizzaga á hann til að flýta fyrir. Þegar hann
breytist aftur í fjólubláan skaltu æða í hann eins og þú sért
óð/ur og gera attack attack attack attack attack attack attack og
Ars Arcanum og Strike Raid o.s.frv. Samt skaltu ekki vera svo
“careless” að hann hitti þig með einhverju fire-attack. Þannig
gengur bardaginn erfiði og VONANDI vinnurðu.
Seinasti bardaginn; 1st Seed er Rock Titan. What the F? Hann
er GEÐVEIKT léttur. Þú skalt bara ráðast á fótinn sem óð/ur væri
og þegar að hann dettur þá stekkurðu upp og ráðst á augun.
Síðan stendur hann upp og þá ráðst á fótinn. Samt skaltu ekki
vera SVO “careless” að láta hann stíga ofan á þig :) 4000 exp.

Þegar þú ert búinn með hvert Cup þá geturðu keppt í Sora-Only
Mode og þegar að þú vinnur það þá færðu að keppa í Time-Trial
Mode. 20 mín fyrir Hades Cup en 3 mín fyrir hina. Þú færð
Mythril fyrir að vinna Sora-Only Mode í Phil Cup og Pegasus
Cup. Orihalcum fyrir Hercules Cup og Save The Queen
(Donald Ultimate weapon) fyrir að vinna Hades Cup. Í
Time-Trial Mode færðu AP Up fyrir Phil Cup, Defense Up fyrir
Pegasus Cup, Power Up fyrir Hercules Cup og Save The King
(Goofy Ultimate Weapon) fyrir Hades Cup. Ég hef aldrei verið í
1 klst. að skrifa eina grein.

LPFAN