Halló, skralló!
Ég ákvað að rjúfa nokkurra daga þögn hérna á Final Fantasy
með því að skrifa um Trinity. Oftast þegar það eru Trinity þá
kemst maður á nýjan stað eða það koma hlutir.
Trinity er nýjyng í RPG leikjum. Ég hef aðeins séð trinity í einum
leik og það er Kingdom Hearts. Mér finnst Trinity vera nokkuð
sniðugt en fyrst ég er búinn að blaðra svolítið um það þá ætla ég
að segja hvað Trinity er í raun og veru :)
Í Kingdom Hearts eru til nokkrar tegundir af Trinity, þ.e. Trinity
Jump (Blue) Trinity Charge (Red) Trinity Ladder (Green) Trinity
Push (Yellow) Trinity Detect (White).
Það fer eftir tegundunum hvað gerist við hvert Trinity. Í Trinity
Jump þá fer maður yfirleitt á nýjan stað á sama screen en
stundum hluti. Þegar maður fær hluti þá detta þeir úr loftinu og
maður bær þeim. Þegar maður ferðast þá bara transporta þeir
sig.
Í Trinity Charge Þá hleypur party-ið á vegg eða einhvern hlut
saman með nógu og miklu afli til að brjóta hann til að opna
nýja leið.
Í Trinity Ladder þá hoppar Party-ið á bakið á hvoru öðru til að
grípa í stiga til að klifra upp á nýjan stað.
Í Trinity Push þá einfaldlega ýtir party-ið saman á einhvern hlut
til að færa hann til að komast á nýjan stað. Það er voða lítið um
svoleiðis Trinity.
Í Trinity Detect þá slær party-ið saman vopnum sínum til að
gera orku til að fá hlut.
Trinity eru í laginu eins og höfuðið á Mikka Mús, einn stór
hringur og tveir litlir hringir ofan á. Svo eru mismunandi litir.
Það er barahægt að gera Activate á Trinity þegar maður er ekki í
bardaga og er með venjulega party-ið.
Og fyrir ykkur sem viljið vita hvað er mikið af Trinity í Kingom
Hearts þá er fjöldinn hér:
Trinity Jump (Blue) 17
Trinity Charge (Red) 6
Trinity Ladder (Green) 9
Trinity Push (Yellow) 4
Trinity Detect (White) 10
Þetta er allt. Ég nenni ekki að skrifa meira og það er hvort sem
er ekkert meira að segja um Trinity. Ég vona að þessi nýjung
verði notuð mikið í verðandi RPG leikjum.
Farvel!
LPFAN