Fyrst að það var send inn grein um Breath of Fire þá finnst mér það alveg réttlætanlegt að senda inn grein um Silver, snilldarleik sem kom út 1999 á PC en kom síðar á Dreamcast formatti. Leikurinn er soldið eins og Final Fantasy, hann gerist í heimi sem heitir Jarrah og er svona típískur RPG leikur. Jarrah er heimur sem er ekki mikið þróaður, semsagt maður slæst bara með sverðum og bogum og svoleiðis.
Allavegana þá er söguþráðurinn þessi: David er aðalgaurinn. Hann er ungur maður sem er í þjálfun hjá afa sínum sem er gamall hermaður. Afinn býr hjá David og konunni hans (davids) Jennifer. Faðir David dó fyrir nokkrum árum en enginn veit hvernig. Leikurinn byrjar á því að Silver, ljótur seiðkarl sem er sjálfskipaður kóngur yfir Jarrah, er að leita sér að konu og sendir þessvegna menn sína til að ná í allar konur í landinu til að hann hafi úr einhverju að velja. Sonur Silver, Fuge, fer fyrir hersveitum hans vopnaður tveimur sverðum (über svalur) og er alveg jafn illur og Silver. Silver á líka dóttur sem heitir Glass. Hún er seiðkona og er svona frekar geðveik en ill.
Að sjálfsögðu verður David alveg vitlaus þegar Fuge og menn hans koma og ræna Jennifer og fer á eftir þeim með afa gamla. Hann (eða maður sjálfur) berst eins og hann getur en allt kemur fyrir ekki, hann missir af bátnum þeirra og þar með vonina um að finna konuna sína. En ekki er öll von úti, því það er hópur af reiðum eiginmönnum sem vilja eiga við Silver orð og hafa þess vegna hópast saman. Þeir fá David og afa hans í lið með sér og fyrst þá fer leikurinn að verða spennandi…
Spilanlegir karakterar:
David: Aðalkallinn. Hann gengur um í brynju og eins og allir sannir riddarar er hann ljóshærður. Hann er svakalega noble, vill alltaf gera það sem er rétt. Hann er svona all-round karakter, er svona ágætur í öllu (magic, sverðum, bogum o.s.frv.)
Sekune: Kona í andspyrnuhreyfingunni. Hún er ein af fáu kvenkyns persónunum í leiknum. Hún er svört og er snillingur með boga og örvar. Hún er í liði með þeim vegna þess að henni finnst það óréttlátt hjá Silver að taka allar konurnar.
Jug: Risavaxinn maður sem er þjálfaður stríðsmaður. Hann gengur til liðs við þau vegna þess að honum finnst gaman að berjast. Ef þú lætur hann fá battle-hamar þá er hann næstum því óstöðvandi. Hann er hinsvegar ekki góður með magic.
Vivienne: Hún er kona sem hatar Silver fyrir að hafa tekið systur hennar. Hún er góð að nota sverð og er svona nokkurnveginn all-round karakter eins og David. Hún er rauðhærð og gengur um í brynju.
Cagen: Hann er munkur sem vill steypa Silver af stóli því að hann eitraði vatnsból klaustursinns hans. Það leiddi til þess að allir munkarnir urðu geðveikir og árásagjarnir. Cagen var ekki á staðnum þegar þetta gerðist og varð því ekki fyrir áhrifum vatnsins. Hann er snillingur í að nota bara hendurnar og er næstbestur í að nota magic af þeim öllum. Ef þú lætur hann bara fá skjöld er hann eiginlega bestur af þeim öllum.
Chiaro: Gaur sem var lærisveinn listmálara sem var drepinn af Silver fyrir að hafa ekki málað nógu flottar myndir af honum. Hann vill hefna hans með því að ráðast á Silver. Hann er bestur í að nota magic af grúppunni en er hræðilegur að nota vopn. Hann er með grænt hár og gengur um í skyrtu og vesti.
Það sem gerir þennan leik svo frábrugðinn öllum öðrum er það að þó að grafíkin sé ekki upp á marga fiska er bardagakerfið það besta sem ég hef nokkurntíma séð (það er jafnvel betra en í FF!). Það virkar þannig að þegar þú lendir í bardaga við, segjum, nokkra hermenn þá hlaupa þeir bara inn á skjáinn og ráðast á mann. En málið er að ef maður er með sverð þá heldur maður ctrl. inni og fer að sveifla músinni til og frá. Þá gerir kallinn manns allskonar trikk með sverðinu. Það er erfitt að lísa þessu en það er ótrúlega flott! Þið verðið einfaldlega að tékka á þessum leik!
Jæja, ég ætla að fara að gera eitthvað annað. Seeya!