Vagrant Story Þetta er frábær leikur frá Squaresoft sem kom út árið 2000 ef ég man rétt.
Þetta er ofsalega flókin leikur sem ég er ekki ennþá búinn að læra á fullkomlega jafnvel þó ég sé búinn með hann einu sinni.

Vagrant Story er endalaust stór leikur. Það er meira að segja hægt að fara marga hringi í honum, þ.e.a.s. ef þú klárar hann er hægt að byrja upp á nýtt með allt, eða flest sem þú varst með áður en þú kláraðir han. Og þið getið ekki ýmindað ykkur hvað er erfitt að skrifa grein um þennan leik.

Okey, áður en ég fer í söguþráð og músik og svoleiðis ætla ég aðeins að segja ykkur af hverju Vagrant Story er stór leikur. Þú ert með svona Encyclopedia sem sýnir allt um alla óvini sem þú ert búinn að berjast við. Þú ert með fullt af magic-i. Þú ert með lista sem sýna svona titles sem þú hefur fengið, eins og ef þú attack-ar með sverði 500 sinnum færðu titil fyrir að attack-a 500 sinnum með sverði. Það er svoleiðis með hverri vopnategund. Þú sérð prósentu hvað þú ert búinn að ná í mikið af kistum og prósentu hvað þú ert búinn að fara í mörg herbergi eða hvað þú ert búinn að filla mikið af kortinu.
Okey, ástæðan fyrir stærð leiksins er þessi: Ef þú vilt klára hann alveg, þá viltu helst klára Encyclopediuna, ná í öll magic-in, fá alla titlana, fá 100% Map Coverage og 100% kistur opnar.
Svo er margt fleira sem þú vilt gera til þess að klára leikinn fullkomlega.

Ég talaði mikið um vopnategundir hér fyrir ofan. Kannski að ég útskýri það aðeins nánar. Þetta segir sig sjálft, þú getur fengið severð og axir og svoleiðis. Hér kemur listi um alla flokkana af vopnum eins vel og ég man eftir þeim. Ef einhverjir vilja ekki sjá hverskonar vopn eru í Vagrant Stroy ekki lesa listann.

Vopnalisti
Daggers: Hnífar og rýtingar.
Swords: Sverð væntanlega
Axe & Mace: Litlar axir.
Great Axe: Mjög stórar axir. Heh, heh.
Great Swords: Stór sverð. Ekki samt alveg eins og Cloud og Auron eru með, frekar svona löng.
Bow: Bogar (í alvöru). Það hefur nú vantað í marga leiki.
Bare Hands: Bara slást með höndum. Það virkar oft.
Great Mace: Ég mundi ekki alveg nákvæmlega hvað þessi flokkur hét, en þetta eru allavega svona stórir hamrar.

Ég held ég sé búinn að telja allt. Ég vona það allavega.

Söguþráður
Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra söguþráðinn. Látum okkur sjá. Svona Cult sem trúir á einhvern Mullenkamfp ræðst inn í Duke Bardorba’s Manor (sorry með enskuna). Ashley Riot (þú) og Callo Merlose eru send þangað til að sjá hvað er í gangi. Okey, það gerist eitthvað þar og eftir það ferðu í gamla borg eða bæ sem er fullur af zombie-um og skrímslum. Og þar byrjar allt…

Eins og með vopnaflokkana þá eru líka flokkar yfir mismunandi óvini. Þeir sem vilja ekki vita um þá flokka ekki lesa listann sem er að koma.

Humans: Menn
Dragons: Drekar og svona lizardmen.
Phantoms: Bara draugar.
Undead: Zombies og fleira.
Evil: Verstu óvinir þínar. Þetta getur verið ýmislegt.
Beast: Dáldið eins og ruslatunna eins og atviksorðaflokkurinn. Allt sem passar ekki inn í hina listana fer hingað.

Það eru drungaleg hljóð og lög í þessum leik.

Það eru svona puzzles í þessum leik. Þú þarf til dæmis að stafla kössum saman til þess að komast á hærra platform.

Þegar þú ert að berjast, opnar þú svona targeting sphere. Allir þeir sem eru inní því, þá getur þú attack-að.

Þetta er frábær leikur. Mæli með honum. Ég nenni eiginlega ekki að skrifa meira.

Bless!
Veteran