Jæja, enn ein greinin frá mér. Ég vildi bara segja álit mitt á Summoned Monsters (Guardien Forces, Aeons, Espers o.f.l) hérna. Eins og þið vitið flest þá eru Summoned Monsters nokkurs konar skrímsli eða bara svona beings sem þú getur kallað fram í bardaga til að hjálpa þér. Það eru nokkrir sérstakir hlutir sem Squaresoft reynir að breyta í FF leikjum þegar það koma nýir. Eitt af því er Summon System-ið. Í mörgum FF leikjum ertu með karakter sem er Summoner. Hann hefur þann sérstaka hæfileika að geta summonað.
Í FF7 var það náttúrulega bara Materiurnar. En hafið þið kannski tekið eftir því að summoning hefur verið í mjög stórum hlutverkum í síðustu þrem FF leikjum.
Í FF8, það missti maður smá minni við að nota Guardian Forces. Líka það að allt ability systemið í FF8 var allt um GF. Svo líka *(HUGSANLEGUR SPOILER)* summonaði Ultimacia Griever í endann.
Í FF9 þá voru líka Summoned Monsters (Eidolons) í soldið stóru hlutverki. Ég nenni ekki að fara tala um það, það er eitthvað svo erfitt að útskýra það. Svo kom náttúrulega FF10 sem var bara aeon, aeon, aeon. Yuna þurfti að fá Final Aeon-inn til að drepa Sin.
Svo ætla ég að segja minn stærsta punkt í sögunni. Ég er orðinn svoldið leiður á þessum klassísku Summoned Monsters á borð við Odin sem koma í öllum FF leikjum. Ég var mikið að spá um fleiri Summoned Monsters sem ættu að koma í FF leikjum.
Thor: Alltaf er verið að minnast á hamarinn hans (Mjöllnir) í hverjum Squaresoft leik á fætur öðrum, FF leikjum og Vagrant Story og svo líka í Capcom leik (Breath of Fire 3) en aldrei kemur Thor sjálfur. (Thor er sennsagt okkar íslenski Þór). Overdirive-ið hjá Ixion í FF10 hét Thor´s Hammer. Annaðhvort hefðu þeir mátt hafa Thor sjálfan í FF10 eða kalla það Mjollnir í staðinn fyrir að skíta á okkar töff Þór og hafa einhvern hest í staðinn.
Það eru fullt af nöfnum sem hægt er að hafa á Summoned Monsters: Ares, Gaea, Hades verður að koma aftur o.f.l.
En allavega ætlaði ég helst að benda á að Thor mætti alvegkoma í leikjum.
Það er líka eitt sem ég vil benda ykkur á yndislegu FF-nördar (þetta var hrós-verið stolt af því að vera FF-nördar). Spirit Lance-ið hans Kimahris í FF10 er bara asnalegt nafn frá Bandaríkjamönnum. Alvuru nafnið á Spirit Lance var Longinus. Nafnið Longinus átti að benda til gaurs sem stakk Jesús með spjóti. Ég vildi bara koma þessu á hreint að Japanir nefnu besta vopnið með Kimahri ekki eitthvað ófrumlegt Spirit Lance. Ég veit líka frá hverju öll hin Celestial vopnin hjá karakterum í FF10 koma frá. Masamune, Nirvana, Caladbolg og þetta allt.