Síðustu endakallarnir  7-10 Síðustu endakallarnir í FF eru oftast erfiðir og skemmtilegir. Nú ætla ég að skrifa aðeins um þá

********Spoiler fyrir þá sem ekki eru búnir að vinna FF10********

Í FF7 er það fyrst Jenova hún er rauð-brún stór kúla ekki mjög erfið. En svo á eftir kemur Sephiroth (svalasti vondi kall í heimi). Hann er í 3-5 pörtum (man ekki alveg) og getur verið erfiður en samt ætti maður nú alveg að vinna hann. Svo kemur Sephiroth (aftur) í einhverju engils líki með einn væng. Eitt trikk sem gerir alveg drullu mikið (man ekki hvað það heitir) en það kemur loftsteinn í gegnum allar pláneturnar og sólina, sólin tútnar út og maður fær smá brunasár eftir það. Sephiroth (engillin) fannst mér vera mátulega erfiður og vel heppnaður.

Í FF8 er það Sorceres Ultimecia. Hún er fín bara að maður veit ekki neitt hvernig hún er og svona. Griever GFið sem hún gerir heitir það sama og hálsmenið hans Squall, samt fann ég enga tengingu. Sorceres Ultimecia er aðeins of erfið, nema þegar ég fann fullt af friendshippi og Hero, hún var samt erfið eftir það.

Í FF9 var það tæknilega Kuja sem var vondikallin en samt þegar maður vann hann kom Necron???. Engin vissi hver þetta var og hvað var í gangi. Hann var of léttur fannst mér og flestum öðrum.

Í FF10 var það ***Spoilerinn***

Jencht hann var alveg mátulega erfiður og getur samt verið mjög erfiður fyrir þá sem fóru vitlausar leiðir í Speare gridinu. Maður getur kannski ekki tekið Yu Yevon sem aðal vondakallin (sem hann er samt) því hann var svo ótrúlega léttur! maður setur bara reflect á hann og hann er dauður.