munurinn á flugkollhnís og löngum kollhnís er slatti mikill … en felst fyrst og fremst í því að í löngum kollhnís þá hopparu bara langt áfram og gerir kollhnísinn svo … í flugkollhnís þá hopparu yfirleitt hærra og fettir þig í loftinu (stellingin í loftinu er einsog ef þú liggur á maganum og lyftir höndunum ekki beint áfram heldur smá til hliðar og langt upp frá jörðinni, lappirnar saman og lyftir þeim langt upp frá jörðinni og maginn er ennþá í jörðinni) og tekur kollhnísinn rétt áður en þú lendir … ef fimleikafólk hérna veit ekki hvað fetta er þá er ég svakalega hissa
Þið megið endilega varpa fram fleiri svona kjánalegum spurningum, ég skak með glöðu geði svara þeim(aðallega í sambandi við karlafimleika, get reynt að svara einhverju í samb. við kvennafimleika, en lofa ekki svari)