Vorsýningarnar
Núna er tími vorsýninga runninn upp og flest ef ekki öll félög landsins eru að sýna um þessar mundir.
Ármann
Vorsýning fimleikadeildar Ármanns var haldin föstudaginn 23. Maí í troðfullri Laugardalshöllinni. Um 1.900 manns voru á staðnum og urðu vitni að frábærri sýningu. Börnin höfðu mjög gaman af og biðu spennt eftir að fá að sýna sín atriði sem að mikið var klappað fyrir. Fram komu allir hópar Ármanns frá A-01 til S-20. Flestir sýndu í dýraatriði A-hópanna og voru þar margar sniðugar útfærslur á búningum en hvert atriði hafði sitt þema og fram komu m.a. Indjánar og Kábojar, Vofur, Kettir, Leðurjakkatöffarar, Slæðudansarar, hippar auk dansatriða og Mixið og trompið sýndu dýnu & stökk. Fjöldi hefðbundinna fimleikaatriða var á sýningunni en þar sýndu yngstu hóparnir listir sínar. Einnig var sýning á æfingum í þrepum íslenska fimleikastigans hjá stúlkum á öllum áhöldum og sýndu m.a. Íslandsmeistarar í 5. 4. og 1. þrepi gólfæfingar sínar.
JÞÓ / Hreinn Hreinsson myndir frá sýningunni:http://picasaweb.google.com/Armannfimleikar
Fréttatími RÚV 25.05: http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4397937/21
Glímufélagið Ármann 28.05.08 : http://www.armenningar.is/armenningar/?D10cID=ReadNews&ID=959
Björk
Fimleikadeild Bjarkar heldur sínar sýningar dagana 27. -29. maí og aðgangseyrir er 500 krónur fyrir 16 ára og eldri.
Sýning 1: Þriðjudagur 27. maí kl. 17:00-18:00
Sýning 2: Þriðjudagur 27. maí kl. 19:00-20:00
Sýning 3: Miðvikudagur 28. maí kl. 18:00-19:00
Sýning 4: Fimmtudagur 29. maí kl. 18:00-19:00
Föstudaginn 30. maí kl. 16:00-17:00 verður uppskeruhátíð félagsins þar sem fram fara ýmsar verðlaunaafhendingar, svo sem íþróttamaður allra deilda, þjálfari allra deilda og fleira.
Fimleikafélag Akureyrar
Fimleikafélag Akureyrar hélt vorsýningu 18. maí.
Jæja nú er búið að setja inn nokkur hundruð myndir á netið frá hinni glæsilegu vorsýningu. Óhætt er að segja að sýningin hafi heppnast vel og verið fimleikafélaginu og öllum þátttakendum til sóma.
Slóðin á myndirnar er: http://picasaweb.google.com/fimleikar.akureyri
Fimleikafélag Akureyrar 28.05.08: http://fimak.is/?m=news&f=viewItem&id=228
Fjölnir
Vorsýning fimleikadeildar Fjölnis verður haldin í Laugardalshöll þriðjudaginn 3 júní næstkomandi kl. 18:00. Aðgangseyrir á sýninguna er 500 kr. fyrir fullorðna. Hægt verður að kaupa miða í forsölu í laugardalshöll á mánudaginn 2 júní frá kl. 17:00-19:00. Einnig er hægt að kaupa miða við innganginn á sýningardag. frá kl. 17:00
Stærsti einstaki viðburður í starfi Íþróttafélagsins Gerplu eru árlegar vorsýningar þess. Með þeim lýkur hefðbundnu vetrarstarfi félagsins. Í ár hófst undirbúningur sýninganna í janúar þegar Sólveig Jónsdóttir hóf störf sem sýningarstjóri.
Alls eru fimm sýningar. þrjár sýningar eru laugardaginn 31/5.
- 10:00 1.sýning
- 12:30 2. sýning
- 15:00 3. sýning
Tvær sýningar eru sunnudaginn 1/6. Á þessum sýningum koma yngstu iðkendur félagsins fram ásamt einstaka atriðum frá sýningunum 31/5.
- 12:00 4.sýning
- 14:00 5.sýning
Stjarnan
Vorsýning fimleikadeildar Stjörnunnar var haldinn laugardaginn 17. maí kl. 13:00. Frítt var inn á sýninguna en happdrættismiðar voru seldir a 500 krónur og mun ágóðinn renna til kaupa á loftgryfju. Með vorsýningunni lauk starfi allra grunn-og strákahópa deildarinnar.
Upplýsingar fengust ekki á heimasíðum eftirtaldra félaga: Afturelding, FIMA, Fykir, Grótta, Hamar, Höttur, Keflavík, Rán, UMFS, Sindri, Þór og Völsungur
Vonandi nýtið þið ykkur þessar upplýsingar og kíkjið á örugglega frábærar sýningar sem eftir eru.