Donghua Li, hér eftir kallaður Li, er kínverskur fimleikamaður fæddur 10. des 1967.
Einn dag spurði fimleikaþjálfari úr fimleikaskólanum krakkana hver af þeim vildi æfa fimleika og Li spurði hvað væri gert í skólanum “allskonar jafnvægisæfingar og æfingar með líkaman” sagði þjálfarinn og Li byrjaði að æfa.
Li, 20 ára að aldri, vann gull í kínverska meistaramótinu á bogahesti árið 1987. Hann komst ekki í landslið Kína sem fór á ólympíuleikana árið 1988 í Seoul Suður-Kóreu, vegna hálsmeiðsla. Kínverska liðið náði einungis einu gulli og einu bronsi á því móti, sem Lou Yun tók bæði. Á meðan hann var meiddur kynntist Li svissnesku Esperanza Friedli sem var í bakpokaferðalagi um Kína í júní. Það atvikaðist þannig að hann sagði halló og hún spurði til vegar. Þegar hann tilkynnti þjálfurunum sínum að hann ætlaði að giftast Friedli sögðu þeir honum að velja á milli ástarinnar á fimleikum eða ástarinnar á konunni eða með öðrum orðum kínverska landsliðið eða Friedli. Li valdi Friedli, giftist henni 12. desember 1988 í Chengdu aðeins 21 árs gamall og fór með henni til Lucerne í Sviss.
Þó að hann hafi gifst Friedli hætti hann ekki í fimleikum. Hann fékk láglaunaða vinnu við allskonar verkamannastörf til að geta æft og lifað af. Hann hélt áfram að æfa í Sviss og vann svissneska landsmótið á bogahesti 1989 til 1992 eða 4 ár í röð og vann tvisvar sinnum á hringjum og vann svo á öllum áhöldum 1993. En ekkert af þessu var opinbert, þar sem hann var ekki Svissneskur ríkisborgari. Þann rétt fékk hann 29. mars árið 1994 og vann þá brons á bogahesti á Heimsmeistaramótinu í Dortmund Þýskalandi í apríl. Á heimsmeistaramótinu árið eftir í Sabae í Japan vann hann gull á bogahesti. Árið 1996 var Li 28 ára gamall. Það ár var afdrifaríkasta ár hans á bogahesti. Hann lenti í öðru sæti á bogahesti á heimsmeistaramótinu í San Juan, Puerto Rico, 19. apríl. Hann vann til gulls á bogahesti á Evrópumótinu í Kaupmannahöfn, 11. maí. Hann varð svissneskur meistari 22. júní og vann gull á bogahesti á Ólympíuleikunum í Atlanta, 28. júlí.
Li og Friedli eignuðust dóttur 10. desember árið 1996, sama dag og Li á afmæli.
Þar með varð Li eini fimleikamaðurinn sem er kínverskur meistari, svissneskur meistari, evrópumeistari, heimsmeistari og Ólympíumeistari
myndin er af honum á verðlaunapallinum á Ólympíuleikunum í Atlanta - fengin úr bók hans: Die Grenzen überschreiten eða uppá íslenskuna “Yfir strikið”