Þetta er minnismerki sem sett var upp til minningar um helförina sem átti sér stað í seinni heimsstyrjöldinni.
Kubbarnir eru 2711 talsins og engir tveir eru jafn stórir eða jafn háir. Fæstir þeirra standa beint upp úr jörðinni.
Listamaðurinn gaf minnisvarðanum ekkert nafn en hann sagði að hugmyndin væri komin af kirkjugarði gyðinga í Varsjá þar sem líkunum er staflað inn í svona kubba, hverju ofan á öðru.
Þegar minnisvarðinn var settur upp var úðað á kubbana efni sem verður til þess að ekki er hægt að spreyja á þá. Fyrirtækið sem seldi Berlín efnið er sama fyrirtæki og kostaði efnivið í yfir 70% gasklefanna og fjöldan allan af byssukúlum sem notaðar voru til að drepa gyðinganna í helförinni. Þegar þetta kom upp þá gaf fyrirtækið allt efnið til að losna við slæma fjölmiðlun.
Ég mæli sterklega með því fyrir alla sem leggja leið sína til Berlínar að skoða þennan minnisvarða. Það er virkilega áhrifaríkt að ganga þarna um og finna hvernig hann heltekur mann.