Terra Mitica, einn stærsti skemmtigarður í Evrópu. Sendi þessa mynd inn vegna þess að fyrri mynd er MJÖG gömul og úrelt. Hérna má sjá öll tækin nema þa séu komin e-r ný síðan ég fór.
Annars hvað var uppáhaldstækið/sýningin ykkar? Mitt var án efa Draugahúsið og Guli rússibaninn.
Hamarsdæmið fannst mér skemmtilegast:) Annars fannst mér þessi garður ekkert það spes. Mæli MIKLU frekar með Walibi World í Hollandi, u.þ.b. 9 stórir rússíbanar:D
geðveikur garður. Myndi segja Fallturninn og venjulegi rússíbaninn því ég fór ekki í gula. Minnsta kosti tveggja tíma bið vegna bilunar, ekki svo traustvekjandi þannig ég hélt bara áfram.
Hmm, held að ég hafi farið þangað, en er ekki alveg viss. Allavega fór ég í einhvern skemmtigarð sem var með risastóran gulan rússíbana og eihvað. Leiðinlegasta skemmtigarða ferð sem ég hef farið í því ég var of lítill í flest stóru tækin og stundum of stór í tækin fyrir litlu krakkana.
Fór þangað í fyrra. Held ég hafi verið þarna í 8 tíma eða eitthvað. Fór á mánudegi. Mæli eindregið með því! Minna af fólki þar þá. Fór eitthvað 7 sinnum í stærsta rússíbanann hehe. :)
Bætt við 2. febrúar 2007 - 20:30 Elskaði líka vatnsrússíbanana :P Sérstaklega þennan sem maður fór afturábak niður einhverja rosa “á”. Það var freaky. :þ
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..