Anya:
Þú segist sjálf ekki hafa farið til Kanarí, þannig að hvernig getur þú dæmt staðinn út frá einni vefsíðu?
Ég hef reyndar ekki farið til Thailands þannig að ég veit ekkert hvort er betra en hef farið tvisvar til Kanarí og það er frábært. Þá er ég að tala um að vera í hjarta ensku strandarinnar, í öllu fjörinu en samt er algjört must að fara líka “út á land”, þ.e. inn í eyjuna þar sem gömlu tímarnir ríkja, litlu fallegu þorpin, hellabyggingarnar, frumbyggjasögurnar; farið endilega í hringferð um eyjuna og í hellaferðina. Ekki bara hanga á ensku ströndinni, þó það sé líka gaman þar.
Og nei, Kanarí er ekki bara eldra fólks staður, meira svona Þjóðhátíðar-í-Eyjum-fílingur,þ.e. allar kynslóðir, börn, unglingar, fjölskyldufólk, yngra fólk (djammararar), miðaldra fólk og eldra fólk, allt á sama staðnum og í góðum fíling.
En… þekki ekki Thailand, get alveg ímyndað mér að það sé mjög gaman líka.<br><br>Kveð ykkur,
danna