Já, ég hef aftur á móti farið til Malasíu og margra annarra landa í SA- Asíu og þetta er algjör paradís :)
Malasía er alveg æði, ég var þar í um 2 mánuði og hefði alveg verið til í að vera lengur! Kuala Lumpur er geggjuð borg, uppáhalds borgin mín í heiminum og ég hef nú komið til nokkuð margra… hún er í 1. sæti en á eftir henni myndi ég svo segja New York…
Kuala Lumpur er frekar nýtískuleg borg, þar eru Twin Towers, hæstu byggingar í heiminum, KL- tower er líka flottur en uppí honum er svona veitingahús sem snýst (eins og Perlan). Svo eru fullt af frábærum skemmtistöðum til að djamma, China Town er frábær til að prútta + Little India, fullt af allskonar moskum og hofum og svo auðvitað fullt af stórum “kringlum” til að versla ef þú hefur áhuga á svoleiðis.
Það sem mér finnst líka frábært við Malasíu er að þarna búa allskonar fólk í sátt og samlyndi… fólkið skiptist í Malaya, Indverja og Kínverja. Malayar eru í meirihluta og því er múslimatrú aðaltrúin þó svo að mikið sé um indversk og kínversk hof útum allt.
Samt sem áður er fólkið mjög vingjarnlegt og frábært, það er tilbúið til að gera allt fyrir mann. Maður þarf ekki að hafa miklar áhyggur yfir að hylja líkamann, fyrir utan nokkur strangtrúuð svæði í norðausturhlutanum.
Ég fór einnig í frumskóginn í Malasíu, Taman Negara sem ég mæli mjög með. Það er alveg frábært þar, hægt að fara í allskonar gönguferðir, skoða hella og fara í “rafting” niður ána. Einnig er æðislegar strendur á austurströndinni. Ég fór bæði til Tioman og Perhentian ásamt því að fara í lítinn strandbæ sem kallast Cherating sem var alveg ágætur.
Perhentian og Tioman eru algjör PARADÍS. Sérstaklega fannst mér Perhentian algjör draumur og ég endaði með að vera þar í einhverjar 2 vikur…. sjórinn var alveg kristaltær og strendurnar hvítar :) Þar var nokkuð rólegt en samt mjög næs til að slaka á í smá stund, einnig er rosalega flott að kafa þarna, ég gerði dálítið af því og langar mikið til að fara aftur :)
Ég hef einnig heyrt að það sé alveg æðislegtí Borneo hlutanum af Malasíu en því miður náði ég ekki að fara þangað… geri það bara næst þegar ég fer :)
Það eina sem þarf að varast í Malasíu er að passa dótið sitt frá vasaþjófum (þó svo að það sé ekki eins mikið um það og í nærliggjandi löndum - þetta er auðvitað múslimaland og því mjög alvarlegt að stela). Þú þarft að passa þig að vera þarna á réttum tíma… strendurnar á austurströndinni eru lokaðar á monsoon tímanum sem ég held að sé frá um okt - jan.
Einnig er ekki mjög vinsælt ef stelpur eru í stuttbuxum eða hlírabolum í norðausturhlutanum, þá glápa allir á mann, þetta er virkilega óviðeigandi og fólk verður mjög hneykslað (+auðvitað áreiti frá kk)
Svo auðvitað bara að passa að fara í sprautur og svona áður, og nota moskítósprey til að vera ekki étinn lifandi af flugunum ;)
Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af mat, maturinn þarna er mjög góður og ég varð ekkert veik af honum eða svoleiðis… besti maturinn er á götunni… bæði ódýr og góður.
Ef þig vantar einhverjar frekari upplýsingar um Malasíu eða einhver önnur lönd í SA- Asíu þá máttu endilega senda mér skilaboð hérna á Huga :)
Kveðja,
Anya