Veistu Íslendingar koma manni alltaf annaðslagið á óvart og ég er örugglega að fara með rangt mál, en ég held að eitthvað af þessum skiptinema samtökum skipuleggi nám þar - Þannig að athugaðu á skrifstofunum þar, það er hugsanlegt að þannig geturu komist í samband við einhvern.
Annars held ég að þú verðir að búa þig undir að endurmeta lífsgildi þín, búa þig undir að uppgötva að margir hlutir sem manni finnst vera ómissandi meiga alveg missa sín,muna að kaupa bugspray og brosa. Svona samkvæmt því sem mér hefur skilist og því sem ég hef kynnst verðuru líka að búa þig undir að slappa af….tími virðist stundum vera annað hugtak hjá Latin-Amerikönum en hinum venjulega stressaða Íslending. Já og búðu þig undir að verða fyrir rasisma….gringóar eru öfundaðir en líka fyrirlitnir í Mið-Ameriku…og sjálfsagt líka í S-Ameríku.
En sennilega er þetta allt hreint kjaftæði sem ég er að bulla……
Gangi þér vel
kv Skotta