Ég reyndi að svara um daginn en allt þurrkast út og ég nennti ekki að skrifa aftur. Ætla að reyna aftur þar sem enginn hefur nennt að svara!!!!
Með Ítalíu þá er alveg sko þvílíkt mikið hægt að skoða þar. Ég ferðast eilítið þarna, en miðað við ósk þína ættir þú að skella þér til Sikileyjar. Almennt séð ættiru að gera ferðast með lest á næturnar, nýtir tímann betur og sleppir við að borga hótel. Annars á Sikiley er þetta allt stuttar vegalengdir með lest. Á sikiley mæli ég með að fara til Taormina þ.e. tekið lest til Giardiani (milli Messina og Catania), með þeim fallegri stöðum sem ég hef farið á. Fjallaþorp við ströndina. Þar er teatro greco romano, mjög gamalt of flott hringleikahús, hefur sést í bíómyndum. Svo er Etna sjálf í útsýninu þaðan, einnig er hægt að sjá Isola Bella (eyjan fallega), sem er mjög lítil eyja alveg við ströndina, alveg hægt að ganga yfir þangað!bara verst að hún er í einkaeign. En voða sæt:) Svo er hægt að skoða aðrar eyjar í kringum sikiley svo líka. Líka gaman að kíkja á Palermo.
Well thats my experience and opinion.
Allavega bara rosa góða skemmtun í ferðinni…..svo náttla kemuru aftur og deilir ferðasögunni hérna á huga með okkur…er þaðiggi:)
Kv. Bellana