Mér finnst gaman að ferðast um Ísland og stefni á að gera mikið af því í sumar. En um leið finnst mér leiðinlegt að vera kalt, blautur o.s.frv. og það geta líklega allir kvittað uppá að maður veit aldrei hvað kemur uppá í veðrinu á þessu blessaða landi okkar. Hvort sumar verður sumar.
Rakst á síðuna sem ég linkaði hér að ofan og finnst allavega hugmyndin alveg frábær; bíll + tjald á toppnum, ekki á jörðinni. Ég er með þykka vindsæng, svefnpoka, teppi og ég veit ekki hvað, en er samt alltaf skíííítkalt að liggja á 'jörðinni'.
Ef maður getur svo líka eldað í ferðinni þá má fullyrða að þetta sé að verða nokkuð hagkvæmt og gott að losna við að liggja í borgurum, samlokum eða pylsum í einhverjum misgóðum sjoppum!
En hefur e-h hér prófað svona tjald, það er stóra spurningin :)