Þar sem þessi þráður er bara 3 mánaða þá býst ég ekki við að þú sért lagður/lögð af stað.
Ég fór einn í 9 mánaða ferð í maí á síðasta ári. Ég hafði farið einn sem skiptinemi áður og verið í heilt ár þannig að ég var ekki beint nýgræðingur þegar ég lagði af stað. Beisiklí þá var ekkert planað. Ég vissi bara að ég þyrfti að leggja af stað og það einn. Mér fanst allt í lagi að hitta fólk sem að ég þekkti fyrir fram, og það var eiginlega það sem ég gerði, en ég lofaði sjálfum mér að ferðast án þess að þurfa að semja við einhvern annan um áfangastað.
Ég byrjaði á því að vinna, því eins og allir vita eru svona ferðir dýrar. Ég safnaði þó ekki meira en ca 500þ kalli áður en ég lagði af stað. Ef maður er klókur þá getur maður alltaf fundið staði sem eru ódýrir og maður getur unnið á. Fyrir mér skipti ekki máli að sjá sem flesta staði, þetta fyrir mér er lífið sjálft svo að magn er ekki endilega það sem maður er á höttunum eftir heldur upplifunin, og hana geturðu fengið við að setjast á eitthvað sleasy veitingahús og drekka bjór (eða eitthvað annað sem þér finnst gott) og horfa á umferðina, fólkið og þann takt sem það ber.
En kannski byrja ferðasöguna?
Ég flaug fyrst til kólembíu.
Afhverju kólembíu? Tjah, frændi minn og kærastan hans voru þar og ég vildi finna einhvern stað til að byrja á. Ég kunni spænsku fyrirfram (þó svo það sé ekki endilega nauðsin þá er stór plús að kunna tungumálið). Það vann ég sem sjálfboðaliði að kenna götukrökkum venjuleg grunnskóla fög þar sem þau hafa ekki alltaf tækifæri til þess sjálf. Þar hitti ég ofboðslega mikið af fólki og eyddi í rauninni 2 mánuðum þar. Ég ferðaðist líka aðeins um kólembíu, fór meðal annars til Medellin þar sem að ég fór í guided pablo escobar túr. Í þeim túr hitti ég bróður hans, Roberto Escobar. Frekar random.
Allavega, í Kólembíu hitti ég stelpu frá kanada. Kem aftur að því síðar.
Eftir að hafa verið í Kólembíu í þessa 2 mánuði fór ég til kanada, þar sem ég var í 2 vikur í heimsókn og svo flaug ég til Portúgals. Þar fór ég á ráðstefnu sem ég hafði planað fyrirfram. (í rauninni það eina sem ég var búinn að plana áður en ég fór út). Eftir þá ráðstefnu ákvað ég að fara heimsækja vin minn í Ungverjalandi. Ég var orðinn frekar peningalítill (þarna er sirka 1 ágúst) þannig að ég byrja bara á því að húkka mér far. Ég kemst frá portúgal og einn daginn er ég kominn til Barcelona. Ferðin tók mig sirka viku og ég húkkaði mér far með 4 ungverjum sem að voru á þessari leið. Þeir voru frekar hressir og þeir buðu mér að gista með sér í tjöldum úti í náttúrunni. Ég ferðaðist með fólki sem að var í vinnuferðum, fólki sem var í ferðalögum osf.
Í barcelona gisti ég hjá strák sem ég hafði kynnst á fyrrnefndri ráðstefnu. Bara sófagisting. Couchsurfin er frekar awesome. Við og vinirhans áttum nokkur Tequila kvöld og skoðuðum borgina. Hann neitaði að ég borgaði fyrir mat eða gistingu þar sem hann hafði ferðast áður og hafði kynnst svipuðu attitúti. Bara paying it forward.
Ég var í barcelona í sirka viku líka og ferðaðist áfram á puttanum í gegn um frakkland þar sem ég fann mér vinnu í viku og þessnæst fór ég til belgíu að hitta annað fólk sem ég þekkti. Fór þar í útilegu, kaffihús, bari osf. Þar var einhver festeval sem mér var boðið á.
Húkkaði mér far til þýskalands með trukkabílstjóra frá Búlgaríu sem að var mjög svo gestrisinn.
Gisti hjá vinkonu minn í þýskalandi og við fórum svo saman til ungverjalands þar sem við gistum hjá vini okkar og skoðuðum frekar mikið. Öll evrópuferðin kostaði mig sirka 100þ á einum og hálfum mánuði. Það er ódýrara en leiga í reykjavík.
Eftir að hafa ferðast slatta í evrópu ákvað ég að eltast við stelpuna sem ég kynntist í kólembíu. Ég flaug til kanada með ódýrasta flugi sem ég fann og það var frekar slapt flug, tók mig sirka 56klst vegna stoppa á hinum og þessum flugvöllum. Í kanada fann ég mér vinnu undir borðið og sá fyrir mér þannig.
Ég tók með mér einn stórann bakpoka. Svefnpoka og tjald (fyrir neyðartilvik) og eitthvað af fötum. Basicly it.
Það að ferðast einn er langsamlega miklu skemtilegra en að ferðast með einhverjum öðrum. Þú lærir mikið á sjálfan þig. Þú getur ferðast með hverjum sem þér langar. Auðveldara að húkka far. Auðveldar að deyia einhverju með öðrum. Kynnist fólki afþví þú ÞARFT að kynnast öðru fólki. Eignast vini sem deila svipuðum áhugamálum og þú og þú munt aldrei missa af neinu afþví að hinn aðilinn vildi frekar sjá þennan stað en ekki þann stað sem þér langaði mest til að sjá. Mæli klárlega meira með því afþví þú munt aldrei frá leið á neinum - og ef þú færð leið á manneskjunni sem þú ferðast með geturðu bara farið eitthvað annað. Ekkert mál.
Þetta er sennilega frekar mikil langloka, en ef þú hefur einhverjar spurningar þá máttu senda mér póst bara. Ég svara þér eins fljótt og ég get ;).