Heimasíða Utanríkisráðuneytisins er með skráð allar uppls. um visa sem þú þarft en oftast er hægt að fá þau við landamærin. Mundu samt að það getur tekið 2 vikur til t.d Kína eða BNA.
Þú ert sjálfkrafa trygður ef þú borgar með Visa korti en það er ágætt að fá sér viðbótarferðatryggingu, talar bara við tryggingafélagið þitt, kostar svona 10-13 þúsund.
Bóluefni fara algjörlega eftir heimshlutum og löndum og líka hversu mikið út fyrir siðmenninguna þú ætlar, heimilslæknirinn þinn ætti að geta sagt þér hvað þú þarft eftir að þú ert búin að ákveða til hvaða landa þú ætlar. Þarft samt að byrja á þessu einhverjum tíma áður svo þú getur klárað allar sprautur áður en þú ferð út.
Bankadót skiptir voða litlu, debetkortið þitt ætti að virka allstaðar en getur haft visa kort til öryggis. Það eru hraðbankar út um allt sem hægt er að taka peninga úr.
Lonely Planet eða álíka bók er mjög sniðug, mundi t.d segja þér ef bær er ekki með hraðbanka osfrv. Þær eru þó mjög mis-áreiðanlegar upplýsingarnar, þá sérstaklega verð á hótelum og ýmiskonar verð. (fyrirtæki hækka oft um leið og þau komast í bókina)
Í dag mundi ég persónulega mæla með Asíu þá bara vegna verðlags kemst mun lengra þar en annarstaðar t.d Afríku sem er mun dýrari.
Bætt við 7. apríl 2010 - 15:40 Man ekki allar síðurnar sem maður notaði en fann þessa aftur eftir fljóta leit með google…..
http://www.bakpokaferdir.com/