Ég er að leita mér að sumarvinnu á t.d. hóteli á Bretlandi eða Írlandi næsta sumar, mér er nánast sama hvar það er. Ég er búin að fara inn á nokkrar heimasíður hjá hótelum, en ég er ekkert viss hvernig þetta myndi ganga fyrir sig. Ég myndi helst vilja búa þar (á hótelinu þeas.), eða kannski með einhverjum samtökum.
Ég hef áður verið skiptinemi í heilt ár svo að búa ein í útlöndum er kannski ekkert alveg nýtt fyrir mér, en veit einhver þarna hvert ég á að leita í sambandi við svona?
Takktakk :)
-Pláneta.