Ég var í málaskóla í Nice fyrir nokkrum árum. Nice er ekki svo langt frá Antibes. Ég fór í dagsferð til Antibes og Cannes. Mér finnst allir þessir staðir æðislegir. Ég fór á rosalega skemmtilegt Picasso safn í Antibes.
Persónulega fannst mér Nice skemmtilegust, kannski vegna þess að ég var þar í mánuð. Sérstaklega við strandalengjuna og í gamla miðbænum, meiriháttar mannlíf.
Ég segi bara góða skemmtun, þú munt ekki sjá eftir því að hafa farið. Mæli eindregið með því að kíkja í aðrar borgir í kring við miðjarðarhafið og einnig til Mónakó. Ég fór líka inn í landið og þar eru mörg sæt og gamaldags þorp….mæli með því!!!!
Passaðu þig samt á frökkunum….þ.e. karlmönnunum. Ef þú ert á röltinu ein er ég nokkuð viss að þú færð EKKI frið. Þá sko koma þeir í hrönnum til að gera hosur sínar grænar fyrir þér. Gæti sagt þér ótrúlegustu sögur!!!! Bara hafa gaman af því til að þola það. Ég leyfði þeim bara að engjast greyjunum….ég meina ég var ekkert þarna til að næla í mér franskan karlmann.