Já það get ég. Var í viku í Havana síðastliðið vor og það var æði. Auðvelt að fá ódýra gistingu í Casa Particulars(s.s. heimagisting gegn gjaldi). Gjaldmiðlinum er skipt í tvennt….einn gjaldmiðill fyrir ferðamenn og annar fyrir heimamenn. Auðvelt að skipta út ferðamannapening í heimaklinkið, nauðsynlegt að eiga bæði samt en ódýrara að nota pening heimamanna(svona…fimmfalt ódýrara).
Maturinn er áhugaverður, mæli með því að kaupa mat úr gluggum úr heimahúsum, fullt af þannig. Þó gæti verið að sumir vilji ekki afgreiða þig vegna þess að þú ert ferðamaður, samt sjaldgæft.
Menningin er einnig…áhugaverð. Sér ennþá suðurameríska kolóneal stílinn allstaðar í Habana vieja. Sértu að skjótast út fyrir það svæði ertu svo fljótur að kynnast því hvaða áhrif Rússar og Kommúnisminn höfðu á Kúbu, stórar pastellitaðar blokkir, mikilfengleg en formföst listaverk og minnisvarðar er eitthvað sem þú einfaldlega kemst ekki hjá því að sjá.
Við vorum tveir þarna úti og þegar við fórum út á kvöldin fundum við fyrir miklu öryggi, við vorum að minnsta kosti ekkert hræddir um að vera rændir. En málið er klárlega að fara út á kvöldin og upplifa næturlífið, lifandi tónlist, dans á götunum, mojito, cubaneros, bjór og romm…dásamleg stemning.
Stjórnmál…tja…er í stjórnmálafræði en nenni ekki að fara mjög náið útí það. En miklir breytingartímar eru í Kúbverskum stjórnmálum…reyndu bara að fylgjast með.