Ég fór í þennann fyrir 5 árum
http://www.enskafyriralla.is/Var í broadstairs í kent sem er frekar lítill og æðislegur bær, bjuggum heima hjá yndislegri fjölskyldu.
Skólinn var rosalega skemmtilegur og kennararnir alveg frábærir. Prógrammið var líka mjög skemmtilegt, fórum í ferðir út fyrir broadstairs t.d. cambridge og canterbury og líka ýmist skemmtilegt innan bæjarins einsog karaoke kvöld, strandarferðir, ratleikir og ýmislegt fleira í þeim dúr.
Gátum labbað auðveldlega eiginlega allt því þetta er frekar lítill staður en það var strönd og bíó og verslunargötur og svoleiðis svo það var alveg nóg að gera þrátt fyrir það.
Ég man ekki eftir neinum göllum eiginlega, með skemmtilegri ferðum sem ég hef farið í :) Svo er suðurströnd englands mjög fallegur staður og oftast gott veðurlag.