Bara ein? :-O Held að þú ættir að vera mjög viss um að þú viljir fara ein. Það hefur örugglega kosti, en það getur verið frekar einmanalegt ef maður er að gera það í fyrsta skipti, og gæti jafnvel verið hættulegt (kannski ekki síst fyrst þú ert stelpa).
Bætt við 29. maí 2009 - 08:53
Annars hef ég ekki farið á almennilegt interrail, en ég hef fengið mér og notað interrail miða tvisvar vegna þess að ég var á smá flakki og það var ódýrara en venjulegir lestarmiðar samtals.
Passaðu að skilja hvernig miðinn virkar, til að þú lendir ekki í einhverrjum þýskum þurrk**tum sem sekta þig fyrir að hafa ekki fyllt hann út rétt áður en þú fórst um borð í lestina. Lenti í því. :p
Og ekki vera með of mikið drasl með þér. Íslenska orðið farangur er rosalega lýsandi. Far-angur. Pældu í því. ;-)