Jæja nú er svo mál með vexti að mig langar alveg óskaplega utan, og þá með kall og krakka og allan pakkan! Mig langar mest til að fara snemma sumars og keyra á milli norðurlandanna og stoppa eins lengi og mér/okkur sýnist á hverjum stað og hafa þetta eins og okkur hentar hvern dag! Liggur við bara eins og maður væri að ferðast hér heima á Íslandi og er kanski ekki með alveg fastmótaða ferðaáætlun og tekur ferðalagið svona dag frá degi. Nú kemur að því sem að mig langar svo til að fá upplýsingar um:
er svona ferðalag mögulegt með litla krakka? (við höfum farið útum allt með þau hér heima,uppá hálendið,yfir Kjöl ofl.)
hvernig er það þarna úti er erfitt að fá gistingu með litlum fyrirvara?
þarf maður að panta “pláss” á taldsvæðum?
Er hagstæðara að fara með Norrænu og vera á eigin bíl eeða taka bílaleigubíl úti?
Gaman væri líka að heyra frá einhverjum sem hefur farið í svona ferð og hvernig þetta gekk allt saman fyrir sig?
takktakk
harpajul