Ég skrifa þennan þráð út í loftið ef ske kynni að einhver gæti komið með góð ráð.
Þannig er það að ég er mjög áhugasamur um tungumál og menningu, hef eins og allir gaman af því að ferðast en langar að fara eitthvert framandi og læra tungumálið þar, vera í lengri tíma.
Vitið þið um einhverja stofnun sem sérhæfir sig í einhverskonar skiptidílum, þ.e. maður gæti tekið að sér enskukennslu eða annað slíkt og á móti gist ódýrt eða frítt, og lært tungumál innfæddra.
Ef einhver hefur reynslu af einhverju svoleiðis þá myndi ég meta link inn á slíka vefsíðu eða góða ábendingu.