Er einhver hér sem hefur einhverja reynslu á ferðum um landið með
ferðafélagi? Ég væri alveg til í að fá upplýsingar um þetta því ég
hef mikinn áhuga á hreyfingu hverskonar og langar nú í sumar að slá
2 flugur í 1 höggi og fara í stuttar (helgar) gönguferðir um landið
sem mér skilst að sé mjög fallegt (ég er borgarbarn sem hef 1 sinni
komið til Akureyrar og fór reyndar í fyrra austur á Klaustur en
meira hef ég ekki farið).
Mig langar að vita hvernig ferðir þetta eru og hvort það sé
eitthvað vit í þessu :) er ekki alveg brjálæðislega gaman að labba
fimmörðuháls og gista einhverstaðar útí bala í tjaldi eða skála??
Vona að það sé einhver sem getur miðlað reynslu og/eða þekkingu
sinni á þessu :)
takktakk
daja göngugarpu