Hvernig væri að læra tíbetsku eða latínu á einungis 8 vikum í sumar?

Margir háskólar í Bandaríkjunum bjóða upp á sumarnám og University of Virginia, í Charlottesville, er þar engin undantekning. Þar er boðið upp á sérstök sumarnámskeið í ýmsum tungumálum. Um er að ræða 8 vikna námskeið þar sem nemendur búa m.a. saman í húsi á háskólalóðinni (campus) sem er tileinkað tungumálinu. Í boði eru franska, þýska, ítalska, spænska, latína, rússneska og tíbetska.

Námið er hægt að fá metið til eininga eða ekki, hvort heldur sem er. Það stendur til boða háskólanemum en einnig nemendum í “High School”, sem svarar nokkurn veginn til menntaskóla á Íslandi. Háskólinn í Virginiu er afar virtur skóli, stofnaður 1819 af Thomasi Jefferson, þriðja forseta Bandaríkjanna.

Það er kjörið að skella sér í ævintýraferð til Bandaríkjanna í sumar og fá tækifæri til þess að skoða sig um í hinum fallega háskólabæ Charlottesville í Virginiu og upplifa lífið í Bandarískum háskóla auk þess að læra framandi mál á einungis 8 vikum.

Nánari upplýsingar má nálgast <a href="http://www.virginia.edu/%7Esummer/sfli.html“ target=”_blank">hér</a><br><br>_____________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________