Er á sífelldum ferðalögum innanlands vegna skólans. Ég er í skóla á Akureyri af nauðsynlegum ástæðum því ég komst ekki í skólann sem ég sótti um og það er LHÍ (Listaháskóli Íslands)
Ég reyni að fara aðra hverja helgi heim…það er dýrast með flugi en ég bara tími ekki að eyða heilum degi í rútu þegar ég hugsa um það hvað mig langar að verja miklum tíma með fjölskyldunni þá helgi. Þó mér finnist gaman að horfa útum gluggann í rútu og hlusta á geisladiska…það er ÆÐI. En í fluginu má ekkert hlusta á útaf útvarpsbylgjunum. Það eru kostir og gallar við þetta allt saman!!!
Nú t.d. kom ég á fimmtudegi heim því skólinn á föstudögum er 3 tímar og varla neitt að gerast…er í Myndlistaskólanum þar á háskólastigi, og þar tekur því varla að byrja á verkefni því hvert verkefni tekur svona 3 daga hjá mér. En þetta má samt ekki gerast oft vegna mætingarprógramsins.
Ég dýrka það að koma heim á föstudegi og sofa út!!!!!!! En mér finnst oft gaman á þessum ferðalögum innanlands og nýt þess að vera lengi á ferðinni og fá allskonar hugmyndir um myndlist sem ég skrifa í svona hugmyndabók :)
Vona að þessi grein hafi fjallað nógu mikið um ferðalög :) Ég er á fyrsta ári af 3 í myndlist og það eru 2 vetur eftir. Ég ætla sko að halda þessum skóla áfram, því þetta er ferðalagsins og umhverfisbreytingarinnar virði…bæði fyrir líkama og sál ;)
En hvað geri ég þegar ég klára skólann og er vön öllum þessum ferðalögum??? Þetta á eftir að fá mig til að vera mikið á eigin bíl (sem ég mun kaupa í framtíðinni) og ferðast mjög mikið innanlands, hlusta á geisladiska og syngja alla leiðina. ALEIN :D