Ég og vinur minn ætlum að ferðast eftir næsta sumar og við vorum að pæla hvort að það væri hægt að fara til bandaríkjana og redda sér svo vinnu? Þarf maður ekki að fá vinnuleyfi eða eitthvað álíka? Er einhver með ráðlagnir?
Jú, þið þurfið nokkuð örugglega að fá ykkur atvinnuleyfi, sem ég held að sé hægara sagt en gert…
Og ég myndi allavega ekki taka sénsin á því að eiga á hættu að lenda í bandaríska innflytjendaeftirlitinu, með tilheyrandi veseni, kostnaði og líklegu banni frá USA.
Ég og félagi minn erum að spá í að kíkja til Bandaríkjanna eftir áramót, ætlum þá bara að leika okkur þar í einhvern tíma og fara svo til Mexíkó eða í Karabíska hafið og tékka á vinnu
Ef þið ætlið að fá vinnu í karabískahafinu þá fáið þið ef til vill vinnu strax (á hóteli, þýða, kenna ensku)… En þið fáið borgað skít á priki!
Allaveganna, ég bjó í karabískahafinu í ár (Dóminíska Lýðveldinu) og vinkona mín ákvað að taka að sér að kenna ensku. Hún fékk um 4.000 kr ísl á mánuði. Hehe. Var reyndar ekki allan daginn en var þó á hverjum degi!
En já, ég vildi akkúrat fara og vinna á skemmtiferðaskipi bara svona uppá flippið. Væri alveg sama hver launin væru, bara svo lengi sem ég mynd allaveganna skemmta mér! Er akkúrat að fara aftur til Dóminíska núna næsta sumar, reyndar ekki til að vinna. Bara heimsækja allt og alla. Alveg sama þó ég missi af sumarlaununum. (Allt að 600.000 kr).
Upplifunin er það sem skiptir máli. Maður má vinna rassgatið af seinna í lífinu!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..