Sæll!
Ég var fyrir nokkru í svipuðum sporum og þú. Þegar að þessum punkti er komið, er fínt að hafa í huga við valið t.d. tungumálið, hvort að það sé e-ð sérstakt tungumál sem þú hefðir áhuga á að læra, eða læra betur. Menningin kemur oft sterk inn, og bara margt fleira. Þegar ég var komin með mína niðurstöðu, þá fann ég það út að ég vildi ákviðið tungumál, ákveðið land og ákveðna menningu. Þetta allt er að finna í einu og sama landinu, og ég fann það einnig út að mér henntaði betur að fara í málaskóla með fullt af útlendingum, heldur en að vera eini útlendingurinn í bekk með innfæddum, þar sem verið er að læra náttúrufræði og stærðfræði á þeirra máli og ég væri bara e-ð þarna og skildi ekki neitt. En það gæti svosem alveg verið í lægi, en maður kemst fyrr inn í málið þegar kennararnir einbeita sér af því að kenna manni málið.
Mitt persónulega álit er þetta:
Ekki myndi ég vilja fara til landa á borð við pólland og tyrkland, vegna þess að fólkið frá þeim löndum hefur margt ekki gott orð á sér og ég hefði ekki áhuga á að sækja þessi lönd heim. Eistland er frekar óheillandi staður hef ég heyrt frá fólki sem þangað hefur ferðast. Ef þú ert mikið fyrir ,,Pöbbamenningu" og skemmtanalíf kæmu Írland, Þýskaland og Belgía sterk inn og e.t.v. fleiri.
En gangi þér annars vel með þetta:)
Það er enginn tilgangur með lífinu ….það ert þú sjálf/ur sem skapar hann