Daginn spjallverjar.
Mig langar að forvitnast hvort einhver viti hvar ég kemst í upplýsingar um lokuð lönd í Afríku. Þ.e.a.s. lönd sem ekki er hægt að ferðast til. Ekki væri verra að komast líka í lista yfir þau lönd sem hættulegt er að ferðast til sökum spillingar yfirvalda í Afríku og Asíu (lögreglu o.þ.h.).
Ástæðan er að nú er ég að plana mér ferðalag um 3 heimsálfur, þ.e. Afríku, Asíu og S-Ameríku. Ekki hef ég áhuga á að lenda í neinu veseni á ferðalagi mínu, þó eru ævintýri nauðsynleg enda er ferðinni til komið vegna ævintýraþrár :D
Með fyrirfram þökkum
Kv. Halldó