Hefur einhver reynslu af svoleiðis, ef svo er þá má hann segja nákvæmlega frá hvað sú ferð gerði fyrir hann. Langar að vita mikið um hvernig þetta reynist manni.
Ég hef reyndar ekki farið í lýðháskóla, en stefni á það næsta haust. Ég hef heyrt að það sé mjög gaman, góð lífsreynsla. Ég held líka að það sé gott fyrir mann að prófa eitthvað svona nýtt.
Ertu að pæla í að fara í lýðháskóla? Hvert myndirðu þá fara?
Okei, mig minnir líka að þú færð þá eitthvað metna. Ekkert stórræði en þeir eru metnir uppá meira en í Danmerku… minnir mig. Getur verið að mig misminnir samt.
Tónlist, gítar og þess vegna alls konar hljóðfæraleik. Svo væri ég til í að prófa eitthvað bóklegt sem ég hef ekki prófað áður, heimspeki t.d. Hins vegar langar mig líka að prófa ljósmyndun, það finnst mér mjög áhugavert svið. Ef ég sé aukafag í því þá gæti maður slegið til.
Mér finnst einmitt sniðugast við lýðháskóla að maður getur farið að gera eitthvað alveg nýtt.
Ég er reyndar aðallega að fara út til að læra sænsku, svo ég ætla bara að velja mér eitthvað skítlétt sem ég þarf ekki að hafa neitt fyrir. Nota svo tímann í að læra málið og gera eitthvað skemmtilegt :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..