Sælt veri fólkið. Hvort ætti ég og fjöldskylda mín að skella sér frekar til Noregs eða Færeyja? Eða kannski bara bæði og fara með Norrænu? Kveðja iPhone
Það er mjög kúl að fara með Norrænu og taka bara bæði. Þó er það svolítið dýrt m.v. flug. En ef þú þarft að fara annað hvort mæli ég með Noregi. Persónulega finnst mér Noregur mun meira spennandi land. Ég hef verið á báðum stöðum og Noregur er dásamlegur staður til að skoða náttúru og Osló hefur skemmtilega verslunargötu og Bergen er líka mjög sætur staður. Þegar ég fór þá fórum við á bíl frá Osló til Bergen og það er mjög ógnvekjandi því við keyrðum meðfram svakalega háu fjalli og horfðum niður og það var bara svakalegt. En umhverfið á leiðinni er fáránlega fallegt.
Þannig ef ég fengi að velja núna þá myndi ég vilja sjá meira af Noregi en Færeyjum (ég var þar í einn dag og fannst það alveg fínt en ekkert mikið að sjá.)
Well, mér fannst skemmtilegra í Noregi heldur en í Færeyjum. Mun meira að gera í Noregi. En annars er það bara spurning um hvernig ferð þið eruð að spá í.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..