Hehe ég hef reyndar aldrei verið þarna sem gestur, en ég vann þarna :) Hmm hvað get ég sagt… Hótelið í sjálfu sér er mjög flott, svo lofar nýja viðbyggingin mjög góðu, allavega mjög flott að utan. Nýju herbergin eiga að vera rosa flott. Flottir salir þarna og góð aðstaða.
Þar sem ég vann þarna í framreiðslu get ég sagt þér að oft var og er örugglega enn mikil mannekla hvað varðar framreiðslumenn, að oft er mjög ungt fólk (og þá væntanlega ólært og oft óreynt) að vinna þarna sem getur verið mjög stór galli þegar um er að ræða t.d. mjög stóra árshátíð. Ég veit t.d.um eina stelpu sem byrjaði 14 eða 15 ára að vinna þarna! Þegar ég pæli í því þá var þetta yfirleitt þannig að nánast aðeins yfirmennirnir voru lærðir. Reyndar voru sumir sem voru að læra þjóninn.
Annars getur alveg verið að þetta sé líka svona á Nordica, og fleiri stöðum þegar út í það er farið, ég bara þekki það ekki…
En ég vona að þetta hafi hjálpað eitthvað. Láttu mig bara vita ef þú hefur fleiri spurningar…=)
Ég finn til, þess vegna er ég