STAÐSETNING OG SKÓLAR
Laugarvatn er byggðarhverfi í Laugardal og skólasetur, hið fjölmennasta í sveit á Íslandi. Íbúar voru 168 1. des 1988. Héraðsskólinn á Laugarvatni var stofnaður árið 1928. Menntaskólinn á Laugarvatni var stofnaður árið 1953, Húsmæðraskólinn 1942 (hann var lagður niður) og íþróttaskóli Björns Jakobs-sonar 1932 varð Íþróttakennaraháskóli Ís-lands árið 1943. Þar er einn-ig grunnskóli með 7 bekkj-um. Rúm eru í skólum þess-um fyrir allt að 700 nem-endur.

SAGA:
Munnmæli herma að eftir kristnitökuna á Þingvöllum árið 1000 hafi sumir heið-ingjar verið skírðir í volgri laug á Laugarvatni. Hún heitir Vígðalaug. Sagt er að þegar Jón Hólabiskup Ara-son og synir hans höfðu verið hálshöggnir í Skálholti árið 1550 hafi lík þeirra feðga verið þvegin í Vígðulaug er þau voru flutt til greftrunar á Hólum. Hjá lauginni eru nokkrir steinar sem hlotið hafa nafngiftina Líksteinar. Er sagt að líkbörur Jóns biskups og sona hans hafi verið settar á þá meðan líkin voru þvegin í lauginni.

UMHVERFI
Á Laugarvatni er mikill jarðhiti sem notaður er til upphitunar húsa, til gufubaða og í sundlaug. Einnig er mikið um gróðurhús á staðnum. Lítið, samnefnt stöðuvatn (2,14km2) er hjá Laugar-vatni. Birkiskógur er nokk-ur á Laugarvatni eins og víðar í fjallshlíðum í norðan-verðum Laugardal. Frægt gufubað er við vatnið sjálft sem er vinsæll meðal ferða-manna jafnt og íbúanna sjálfra. Það er náttúrulegt, þ.e. jarðhitinn sér um að hita það.

MENNINGARLÍF
Laugarvatn er vinsæll ferðamannastaður. Í hús-næði skólanna eru rekin gistihús yfir sumartímann. Auk þess starfrækir Íþrótta-samband Íslands þar sumar-búðir fyrir íþróttafólk. Norð-an við þorpið eru tjaldstæði og ferðamanna-verslun. Nálægt henni er hring–sjá. Á staðnum er vina-legur veitingastaður sem er vinsæll á sumrin, stutt er í marga áhugaverða staði, s.s. Geysir, Gullfoss, Lyngdals-heiði til hellaskoðana, Þing-valla svo eitthvað sé nefnt.