Úrval-Útsýn er í dag ein umsvifamesta ferðaskrifstofa landsins. Bæði hvað varðar ferðir Íslendinga til útlanda og sem hluti af Ferðaskrifstofu Íslands, Iceland Travel við móttöku erlendra ferðamanna til Íslands. Sameiginlegt markmið þessa hóps er að bjóða ferðir þar sem hámarksgæði og þjónusta fara saman við hagstæðasta verð hverju sinni..
Ferðaskrifstofan Úrval Útsýn fylgist vel með þróun og breytingum á ferðavenjum Íslendinga. Þar er sífellt verið að brydda upp á nýjungum og verið að aðlaga sig að ábendingum og óskum viðskiptavinanna.
Aðalskrifstofan er í Lágmúla, þar er viðskiptaferðir, innan-og utanlandsdeild en Úrval Útsýn er með fjögur útibú þ.e. í Kópavogi, Kringlunni, Akureyri og Keflavík. Einnig fjöldan allan af umboðsskrifstofum um land allt. Í Hlíðarsmára er aðeins utanlandsdeild.
Markhópurinn er á öllum aldri vegna þess að Úrval Útsýn reynir ekki að höfða til neins sérstaks aldurshóps. Þau reyna mest að höfða til psychocentric ferðamanna, en þeir vilja bara pakkaferðir í sólina, og mid-centric ferðamanna sem vilja ferðast til að hvílast í kunnulegu umhverfi með vinum og ættingjum. Þessi tegund ferðamanna ferðast gjarnan til sömu staðanna aftur og aftur. Það eru einnig í boði ævintýraferðir fyrir allocentric ferðamenn en það eru þeir sem vilja prófa eitthvað nýtt. Út frá þessu má segja að Úrval Útsýn sé með mjög dreifðan markhóp.
Ferðirnar sem í boði eru eru til dæmis fyrir skólahópa eða íþróttahópa. Einnig býður Úrval Útsýn upp á tónlistarferðir, viðskiptaferðir og pakkaferðir til landa eins og Portúgal, Mallorca, Krít og Marmaris í Tyrklandi. Þetta eru helstu staðirnir en þess má geta að Mallorca er sá vinsælasti. Þar af má í raun geta að sólarlandaferðir séu vinsælustu ferðirnar í dag..
Í vetrarbæklingi Úrvals Útsýnar er í fyrsta sinn boðið upp á golfpakka á Kanaríeyjun. Þessi pakki er eingöngu seldur á Íslandi og e