Góðan daginn, vildi bara deila með ykkur reynslu sem ég lenti í í gær. Ég og nokkrir vinir mínir úr skólanum ákváðum að keyra til Gíbraltar til að kaupa ódýrar sígarettur og ýmist annað en ákváðum að kíkja á apana sem lifa þar. Þeir eru eina apategundin í evrópu.
Það kostar 13 evrur að fara uppá topp gíbraltar og við vorum ekki til í að borga 13 evrur á mann bara til að sjá einhverja apa þannig að þegar við vorum að keyra aftur niður viti menn. haldiði ekki að heill apahópur lenti á bílnum og var hoppandi útum allt ! Það var mergjað !