Ég er í frekar leiðinlegri stöðu hérna! Mig langar svakalega mikið í heimsreisu. Ég gæti hugsað mér að fara bara í byrjun á næsta ári en málið er að ég er ekki með neinn ferðafélaga. 2 bestu vinir mínir eru staddir útí útlöndum núna sem skiptinemar svo þeir hafa ekki efni á því þegar þeir koma heim, og allir sem ég þekki eru annaðhvort í námi eða eiga ekki pening. Svo ég hef verið að spá í því hvernig sé að fara ein. Og sú hugmynd er ekki beint heillandi, held að ég myndi bara fá ógeð af sjálfri mér.
Hvernig er það, hafið þið farið ein eða þekkið einhvern sem hefur ferðast einn í kringum heiminn? Hvernig gekk það?
Annars auglýsi ég bara eftir ferðafélaga?:)