Þannig er mál með vexti að ég og vinir mínir erum að fara í interrail um Evrópu næsta sumar (þ.e. 2008).
Við erum búnir að vera að plana þetta aðeins, leiðina, útbúnað og kostnaðaráætlun og þetta dót allt saman.
Það sem mig langaði hins vegar að gera er að spyrja fólk sem hefur farið í svona hvað það tók með sér, eða hvað það hefði átt að taka með sér ;)
Eða hvað þú myndir telja sniðugt að taka með þótt þú hafir ekki endilega farið sjálfur í ferð.. :)
Takk fyrir, álit óskast :)