ég var á Tenerife núna í nóvember og það var svo æðislegt að við erum að spá í að kaupa okkur hús til að geta alltaf skroppið þangað ;)
Fuullt af æðislegum búðum þarna, nema ekki fara of mikið í underground verslanir, þá koma indverjarnir og biða mann um að koma og skoða/kaupa myndavélar og e-ð raftæki ;D haha
En það er einn vatnsrennibrautagarður þarna, sleppur, en allveg ágætur.
Ef þú ferð, þá verðurru að fara í óperuhúsið í Los Cristianos og á leiksýningu þar, ég fór á Romeo in Love og hún var geeðveik!
Og annað sem ekki allar ferðaskrifstofur vita af er Castillo San Miguel (
http://www.castillosanmiguel.com/) Ef þú ferð til Tenerife, þá er MÖST að fara á þessa sýningu, þið farið aftur til miðalda, og horfið á burtreiðar og fáið mat eldaðann á svona “medeval style” og svo á eftir er afrísk drumbuslátt/dans sýning.
Þetta var það besta sem við gerðum allan tímann!
Mæli svo líka með því að þið farið í ‘Parasailing’ þetta er mini útgáfa af fallhlífarstökku nema að þú hleypur fram af fjalli, roosa gaman =D
Við vorum í Los Cristianos og fannst það æðislegt hverfi, maður varð strax kunnulegur, fundum æðislegann bar sem heitir Gary's, þar voru uppákomur hvert einasta kvöld, 70' þema, 90',Ricky Martin, bara you name it! Og maður hitti alltaf sama fólkið þar og var farinn að þekkja það soldið bara haha =D
Það er svo dýragarður þarna sem ég fór líka í, flottar sýningar og svona, síðan er hægt að fara í go-kart, golf (ef pabbi þinn er golfkall;) ) og fullt af börum allstaðar fyrir ykkur, sáum á nokkrum stöðum auglýst froðupartý, og fullt af diskótekum, og fl þannig skemmtilegu fyrir ykkur =D
Þannig að mitt ráð til ykkar er að skella ykkur til Tenerife, þetta er ææðisleg eyja sem maður verður bara ástfanginn af ^^ og ekki eru strákarnir verri ;)