Ef ykkur langar í sólarlandaferð mæli ég endregið með Marmaris í Tyrklandi, var þar síðasta sumar og fer aftur núna í sumar. hef farið í sólarlanda-djammferðir til mallorca, benidorm, Costa del sol og Marmaris og er Marmaris án efa langbesti staðurinn, algjer geðveiki.
Annars mæli í líka með Amsterdam, fór þrisvar þangað sama sumarið og það er bara geggjað, geðveikir matsölustaðir og barir útum allt. Mér fannst mikið skemmtilegra í Amsterdam heldur en t.d. í Danmörku. ég bjóst við bar-paradís í danmörku en varð fyrir miklum vonbrigðum. í Amterdam aftur á móti eru barir út um allt, þar sem þú getur setið bæði úti og inni.
þar er líka mjög stór verslunargata þar sem hægt er að versla allan fjandann, mikið af tískufatnaði þarna og gellurnar þarna er vaaaangefnar, eins og klipptar úr einhverju tískublaði. úff…
Annars er þetta svona það sem ég mæli með af því sem ég hef prófað… restin af stöðunum sem ég hef farið á er ekki vert að minnast hér ef þetta á að vera ferð fyrir “úllinga” sem ég áætla sjálfkrafa að innihaldi mikið af bjórþambi og einfaldlega vitleysu út í gegn, eins og það á auðvitað að vera.
Vona að þetta gagnist eithvað.
Kveð nú