Það voru svo mörg activities í boði, komu alltaf ný reglulega :)
Ég skal nefna þau helstu sem ég man eftir: archery (bogfimi), air riffles (þá vorum við að skjóta af rifflum á mark), quad biking (fjórhjól), volleyball (blak), football (fótbolti), rugby (amerískur fótbolti), mountain biking (fjalla hjól), tennis, crate climb (vorum f0st í línu, stöfluðum svo upp kössum og fórum alltaf hærra og hærra), art club (fengum við að gera ýmislegt sem tengist myndmennt), drama (leiklist), DVDs (horfðum á kvikmyndir)…
Ég man ekki meira í augnablikinu en þú getur lesið þér til um sumarbúðirnar sem ég fór í
hér :) Ég skoðaði þetta einmitt þegar ég var að hugsa um þetta.
Annars þá verð ég að segja að ég lærði ekki mikið í ensku, allt sem við vorum að læra var svo auðvelt. Við byrjuðum á því að taka stöðupróf daginn eftir komu okkar þangað til að sjá getu okkar í enskunni. Svo var okkur skipt í bekki eftir því. Ég var næsthæst í stöðuprófinu og fór því í A-bekk ásamt öllum íslendingunum, það var besti bekkurinn…(greinilegt að enskumenntunin er að gera sig á Íslandi =D).