Ég hef gengið laugarveginn þrisvar, í þriðja skiptið á þremur dögum, bara eftir að prófa að fara með tjald. Það er alltaf jafn gaman að ganga laugarveginn, smá ævintýri en samt ekkert sérlega hættulegt eða erfitt, fer reyndar eftir því hversu hratt er farið yfir.
Já hef gengið Laugaveginn, fór hann tvisvar í sumar og fer örugglega aftur í byrjun júli næsta ár ….tveir dagar eru nú alveg passlegt ef maður er lítið að fara útúrdúra á leiðinni
Já ég hef gengið laugarveginn nokkuð oft, næstum því um hverja helgi oft og mörgum sinnum. Mér hefur aldrei dottið í hug að tjalda þar en það er kannski ekki svo slæm hugmynd. Gangstéttarhellurnar gætu orðið vandamál. Það sem mér finnst skorta við það að labba laugarveginn er kyrrð. Það er alltaf svo mikið af bílum að keyra niður laugarveginn með græjurnar í botni að maður nær ekki að slaka almennilega á og anda að sér menguðu borgarloftinu. Persónulega finnst mér best að rölta niður Fossvogsdalinn. Hvað er annars Landmannalaug og Þófsmörk er þetta bara eitthvað túristakjaftæði einsog perlan og smáralind?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..