Vááá… það eru svo rosalega margir æðislegir staðir sem ég hef komið til að það er mjög erfitt að gera upp á milli…
Ég held ég verði að skipta þessu aðeins upp…
Uppáhaldsborgin mín er alveg pottþétt Kuala Lumpur, lang skemmtilegasta borg sem ég hef komið til og margt hægt að gera, gott næturlíf og bara flott borg með góðu andrúmslofti og frábæru fólki. Ég væri sko alveg til í að búa þar í einhvern tíma…
Yndislegast staður og uppáhalds “strand-staður” eru Perhentian eyjur í Malaysíu sem eru algjör paradís, kristaltær sjór og pálmatré. Væri líka alveg til í að búa þar og taka því rólega og sleikja sólina í nokkra mánuði :)
Svo t.d. svona uppáhalds alveg “untouched” staður er Laos sem er líka alveg yndislegt land og æðislegt fólk, ósnert náttúra og algjör ævintýri….
þetta er bara lítið brot, bara svona það sem mér datt helst í hug í augnablikinu, mæli 1000% með öllum þessum stöðum - og bara asíu yfir höfuð…