Ég er 16 ára og var á Kanaríeyjum um síðustu áramót… og það verður nú að segjast að þetta er ekki beint besta pleisið fyrir ungt fólk. Þú verður sennilegast á eyjunni Gran Canaria og þá í Playa del Ingles eða Maspalomas, og langflestir ferðamennirnir eru þýsk gamalmenni. Ég get nú ekki sagt að það sé mikið að djammstöðum þarna, og þeir fáu sem eru eru hommabarir. En það er heitt og ströndin er mjög fín og breið.
Ef þú ferð til Gran Canaria þá bókstaflega verðuru að fara til höfuðborgarinnar, Las Palmas. Það er yndisleg borg. Ég stórsá eftir því að geta ekki verið þar. Andrúmsloftið þar er frábaært og fullt af skrítnum verslunum, t.d. fann ég eina þar sem voru minjagripir, töskur og öskubakkar, nema allt með mynd af marihuana plöntunni á! Svo að reyndu að fara í minnst einn dag til Las Palmas.
Ég mæli líka með því að þú farir inn í sveitirnar, þar er fallegt og landslagið ekkert svo ólíkt Íslandi (trélaust) nema þar er auðvitað miklu heitara. Og ef tími gefst til ættiru að prófa að kíkja á hinar eyjarnar.
En allavegana, ég var þarna í viku og hundleiddist innan um þessa gamlingja. Ég gæti semsagt ekki verið þarna í tvær vikur (eins og flestar útskriftarferðir eru). En ef þú ferð, ekki hanga þá bara í ferðamannaþorpinu heldur farðu í raunverulegu borgirnar, ég get lofað þér að þá verðuru ekki svikin.
sjoefn7