Hæhæ. Ég var í París í sumar og hef nokkur heilræði:
1. Ekki vera að taka taxa, lestarkerfið er mjög gott
2.Það er eitt geðveikt outlet village þarna 40 mínútum fyrir utan París. Man ekki alveg nafnið í augnablikinu, en allavega það var svo afslöppuð stemmning þarna og gott andrúmsloft þrátt fyrir allar verslanirnar. Svo voru góðar búðir þarna.
3. Ég lenti stundum í vandræðum með kortið mitt þarna, stundum virkaði ekki að taka út í hraðbönkum eða borga í búðum. Veit ekki hvað olli því. Ef þú getur notað kreditkort mæli ég með því.
4.Borðaðu á pizza hut :p Það er nokkuð ódýrt og mettar mjög.
5. Ekki kaupa kampavín á eina evru…það er ógeðslegt! Kaupa frekar aðeins dýrara. Munt örugglega fá vel gott vín á 10 evrrur, og örugglega fyrir eitthvað minna.
6. Reyndu að læra áttirnar á frönsku. Því þegar þú spyrð til vegar eru miklar líkur á að frakkinn segist kunna ensku en fer svo að segja þér til á frönsku :o
Meira man ég ekki…