3. des ef þú vilt endilega vita það… Myndi samt ekki vilja fara þá, þá eru próf og svona dóterí, frekar fara í miðjum des, í jólafríinu.
Hrmpf, snobb ;} Í þau þrjú skipti sem ég hef komið til London gisti ég bara á einföldu þriggja stjörnu hóteli, það var fínt svosum, maður er nú ekki á hótelinu nema rétt þegar maður fer að sofa eða þarf að losa sig við poka… Svo var ég á einnar eða tveggja stjörnu smáhýsahóteli þegar ég fór til Kanarí, það var heldur ekki sem verst sko, alveg miðsvæðis og mjög þægilegt bara. Hjá mér skiptir hótelið minnstu máli ^_^
Ég væri samt til í að vera á hóteli meira miðsvæðis, samt ekki einhverju extra dýru Hilton (ég er nískur já).
Ójá, montrass ertu svo sannarlega :}