Ég mæli sko með því að fara þarna, það er frábært að vera þarna og þig á sko ekki eftir að langa að koma aftur heim!!! Ég er eiginlega bara nýkomin heim og langar helst að fara aftur á morgun.
Ég fór á alla þessa staði sem þú taldir upp fyrir utan Bali. Ég myndi heldur ekki fara þangað þar sem allir sem ég hef hitt og hafa verið þarna segja að það sé ömurlegt, bara svona týpískur túristastaður -þú gætir alveg eins farið á Benidorm! (nema þú sért kannski að leita að þannig fríi?)
Það fer allt rosalega mikið eftir hverju þú ert að leita að, hvert þú ættir að fara. Þó þetta líti allt út fyrir að vera mjög svipað héðan frá Íslandi séð, þá er þetta í rauninni frekar ólík lönd þegar þú kemur þangað. Thailand er t.d. mjög mikið ferðamannaland og mikið um túrista á sumum stöðum en inná milli er alveg hægt að finna yndislega staði eins og t.d. í norður Thailandi (Pai er uppáhaldsstaðurinn minn)
Malaysía er mjög þróað land, en samt mjög áhugavert vegna þess að þar er múslimstrú og þar búa líka mjög mikið af ólíku fólki og mikið um ólíka menningu. Þar mæli ég sko helst með Kuala Lumpur (sem er mín uppáhaldsborg), Taman Negara frumskóginum og Perhentian Islands sem er algjör PARADÍS og þar er líka geðveik köfun.
Vietnam er líka æði -kynntist fullt af frábæru fólki þar :)
Svo eru það náttla Laos og Cambodia ef þú hefur áhuga á svona algjörum ævintýrum, óspilltri náttúru og menningu. Mér fannst persónulega mjög gaman í Laos og skrýtið að kynnast því að hafa næstum ekkert rafmagn eða baðaðstöðu osfrv. fólkið þarna býr bara í sínum strákofum með húsdýrunum :)
Það er alveg endalaust að gera og maður finnur sér alltaf eitthvað til að hafa fyrir stafni, á þessum árstíma (frá svona nóv-maí) er líka alveg frábært veður þarna á flestum stöðum og því tilvalið að slaka á á ströndinni, lesa góðar bækur, kafa osfrv… Svo náttla að skoða sig um, fara í “gönguferðir” (trekking) kynnast fullt af nýju fólki og menningu, skemmta sér, versla (allt geðveikt ódýrt) … og svo bara hafa gaman af lífinu :)
Endilega kíktu til Asíu, þú átt ekki eftir að sjá eftir því. :)